Henry Birgir er maðurinnAlmennt - - Lestrar 489
Lára nokkur kom með rétt nafn á manni vikunnar á miðvikudagskvöldið. Um var að ræða Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamann og rithöfund. Hann skrifaði bókina 10.10.10 um Loga Geirsson sem var mikið lesin og bróðir hans heitir Harry Bjarki Gunnarsson.
Vísbending 1. var:
Maðurinn er boðberi.
Vísbending 2 var:
Maðurinn er talsvert mikið lesinn.
Vísbending 3 var:
Aðeins 32 einstaklingar bera nafn mannsins sem 1.eiginnafn í
Þjóðskrá Íslands að manninum meðtöldum.
Vísbending 4 var:
15 einstaklingar bera nafn bróður mannsins sem 1.eiginnafn í
Þjóðskrá Íslands að bróðurnum meðtöldum.
Lára hefur unnið sér inn pizzu, franskar og gos á Fosshótelinu en þar er opið í pizzunum frá kl. 17:30-21:00 á föstudögum og laugardögum. Pantanasíminn er 464-2333.