Heimir Guðjónsson þjálfari Íslandsmeistara FH í heimsóknÍþróttir - - Lestrar 357
Heimir Guðjónsson þjálfari íslandsmeistara FH í Pepsi-deild karla heimsótti Völsung heim í gær.
Á heimasíðu Völsungs segir að tilgangur heimsóknarinnar hafi verið að hitta afrekshóp sem er í samstarfi við FSH, ræða við þau og vera með æfingu.
Á æfingunni fór Heimir yfir helstu grunnatriði sem hann telur að knattspyrnumenn þurfi að hafa vald á til að ná langt í greininni. Að æfingu lokinni ræddi Heimir við hópinn og talaði til að mynda um hvað þyrfti til að ná langt í íþróttum.
Heimir notaði tækifærið og hitti þjálfara yngri flokka í knattspyrnu þar sem hann fór yfir starf yngri flokka FH.
Að lokum hitti hann 3. flokka karla og kvenna í knattspyrnu og ræddi við þau um mikilvægi liðsheildar.
Meðfylgjandi mynd er fengin af heimasíðu Völsungs en þar eru fleir myndir til aðskoða.