03. nóv
Almenningi býðst að skoða Húsavíkurhöfðagöng á morgunAlmennt - - Lestrar 441
Húsavíkurhöfðagöng verða tekin í notkun eftir helgina en fljótlega mun fyrsti farmur með hráefni fyrir PCC berast.
Í færslu á fésbókarsíðu Vegagerðarinnar segir að heimamönnum muni á morgun laugardaginn 4. nóvember gefast kostur á að skoða göngin.
Fótgangandi fyrir hádegi en akandi eftir hádegi.
Göngin eru ekki hluti af þjóðvegakerfinu og því verður þetta eina tækifæri almennings til að skoða göngin. Þau verða annars vinnusvæði.

































































640.is á Facebook