Hátíðaropnun Hvalasafnsins

Á laugardaginn síðastliðinn var sérstök hátíðaropnun á Hvalasafninu á Húsavík í tilefni af miklum endurbótum sem farið hafa fram undanfarna mánuði.

Hátíðaropnun Hvalasafnsins
Fréttatilkynning - - Lestrar 123

Á laugardaginn síðastliðinn var sérstök hátíðaropnun á Hvalasafninu á Húsavík í tilefni af miklum endurbótum sem farið hafa fram undanfarna mánuði.

Segja má að hver fermeter í safninu hafi tekið einhverskonar breytingum í þessu stóra verkefni sem hlaut öndvegisstyrk frá Safnaráði. Sýningarými Hvalasafnsins skiptast í rauninni í tvo kafla.

Annarsvegar almenna umfjöllun um hvali, þróunarsögu þeirra, skynfæri og félagslega hegðun. Hinsvegar samband hvala og manna gegnum tíðina sem endurspeglast í inngripum hvalveiða og loftlagsbreytinga af mannavöldum yfir í hvalaskoðun og rannsóknir. Þá voru sex nýjar sýningar vígðar við opnunina. Sýningahönnuðir eru Þórarinn Blöndal og Erling Jóhannesson.

Rétt um 150 manns heimsóttu safnið á opnuninni. Hvalasafnið fagnar nú 25 ára afmæli en aðsókn í safnið hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun þess. Tæp 40 þúsund manns heimsóttu safnið á síðasta ári og er útlit fyrir að ennþá fleiri gesti í ár.

Aðsend mynd

Aðsend mynd

Aðsend mynd

Ljósmyndir Anna Chiara.

Aðsend mynd

Eva Björk Káradóttir, Erling Jóhannesson og Þórarinn Blöndal.

Ljósmynf Hörður Jónasson. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744