Háskólalestin á Húsavík

Háskólalestin lýkur ferđ sinni um Austur- og Norđausturland um komandi helgi ţegar hún nemur stađar á Húsavík međ sín fjör og frćđi fyrir alla

Háskólalestin á Húsavík
Fréttatilkynning - - Lestrar 411

Háskólalestin lýkur ferđ sinni um Austur- og Norđausturland um komandi helgi ţegar hún nemur stađar á Húsavík međ sín fjör og frćđi fyrir alla fjölskylduna.

Ţetta er fimmta áriđ í röđ sem Háskólalestin brunar um landiđ en hún hefur fengiđ fádćma góđar viđtökur á ţeim liđlega 20 stöđum á landsbyggđinni sem sóttir hafa veriđ heim fá árinu 2011. Lestin hefur ţađ sem af er maímánuđi heimsótt Höfn á Hornafirđi, Vopnafjörđ og Ţórshöfn á Langanesi og fengiđ glimrandi móttökur á öllum stöđum. Dagana 29. og 30. maí stoppar Háskólalestin á fjórđa og síđasta áfangastađ ţessa árs, Húsavík, međ sína fjölbreyttu dagskrá fyrir alla aldurshópa.


Föstudaginn 29. maí taka kennarar í Háskólalestinni hús á nemendum í 6.-10. bekk í Borgarhólsskóla og bjóđa ţeim upp á námskeiđ úr Háskóla unga fólksins. Alls sćkja 150 nemendur námskeiđin sem eru ellefu talsins, ţ.e. eđlisfrćđi, stjörnufrćđi, stćrđfrćđi, vísindaheimspeki, hvalir, efnafrćđi, forritun, nćringarfrćđi, japanska, Biophilia og vindmyllur og vindorka.

Laugardaginn 30. maí er svo komiđ ađ vísindaveislunni sem jafnan fylgir Háskólalestinni og verđur hún haldin í Borgarhólsskóla frá kl. 12-16. Ţar fá kennarar úr Háskóla unga fólksins liđsauka og verđur eitt og annađ skemmtilegt á bođstólum. Stjörnutjaldiđ sívinsćla verđur á sínum stađ ţar sem forvitnir gestir geta frćđst um undur himingeimsins og ţá verđur nćringarfrćđingur á stađnum međ skemmtilega leiki. Teiknandi róla og syngjandi skál bíđa einnig gesta í veislunni ásamt japönskum búningum og menningu og enn fremur bjóđa efnafrćđingar upp á litríkar sýnitilraunir og sprengingar. Ţá býđst Húsvíkingum ađ glíma viđ ţrautir og gátur Vísindavefsins en ţćr hafa notiđ mikilla vinsćlda međal gesta á ţeim stöđum ţar sem lestin hefur stoppađ í ár.

Allir eru hjartanlega velkomnir í vísindaveisluna og ađgangur er ókeypis.

Ţess má geta ađ Háskólalestin hefur í ár forystu um Norrćnu ţekkingarlestina svokölluđu sem ásamt Biophilia-menntaverkefninu var stór hluti af framlagi Íslands á formennskuári ţess í Norrćnu ráđherranefndinni áriđ 2014. Ţau norrćnu byggđarlög sem taka ţátt í verkefninu munu á ţessu ári útfćra Ţekkingarlestina í sínu heimalandi ađ fyrirmynd Háskólalestarinnar ásamt ţví ađ ţróa Biophilia-verkefniđ frekar, en ţađ á rćtur sínar í samstarfi Háskóla Íslands viđ tónlistarkonuna Björk Guđmundsdóttur og Reykjavíkurborg. Öll norrćnu ríkin taka virkan ţátt í verkefninu auk Álandseyja, Fćreyja og Grćnlands.

Hćgt er ađ fylgjast međ Háskólalestinni á vef hennar: http://haskolalestin.hi.is/

og Facebook: https://www.facebook.com/Haskolalestin


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744