Harpa Sóley segir sögu sína í DV í dagAlmennt - - Lestrar 721
Harpa Sóley Kristjánsdóttir tvítug húsavíkurmær,sem aðeins 15 ára gömul greindist með MS sjúkdóminn, segir sögu sína í viðtali við DV í dag. Þar kemur m.a. fram hvernig von hennar um bjartari framtíð með tilkomu nýs lyfs breyttist snögglega í reiði og hræðslu þegar henni var neitað um lyfið á síðustu stundu.
Harpa Sóley er þó hvergi af baki dottin enda á hún góða að sem styðja hana í baráttunni við að fá lyfið Tysabri. Hún segir einnig í viðtalinu að það sé einfaldlega ekki í myndinni að gefast upp en benda má á að stofnaður hefur verið hópur á Fésbókinni til stuðnings við þá MS sjúklinga sem ekki fá lyfið.
Viðtal var við tvo MS sjúklinga sem fengu synjun líkt og Harpa Sóley í Ríkisútvarpinu fyrir viku og er hægt að horfa á það hér