Handbolti-Strákarnir áfram í bikarnum

“Þetta var bara gaman og nú mætum við Stjörnunni um næstu helgi”. Sagði fyrirliðinn Bjarki Breiðfjörð glaðbeittur eftir að Völsungsdrenginir okkar sigruðu

Handbolti-Strákarnir áfram í bikarnum
Íþróttir - - Lestrar 465

Fyrirliðinn glaðbeittur í leikslok.
Fyrirliðinn glaðbeittur í leikslok.

“Þetta var bara gaman og nú mætum við Stjörnunni um næstu helgi”. Sagði fyrirliðinn Bjarki Breiðfjörð glaðbeittur eftir að Völsungsdrenginir okkar sigruðu HKR í 32 liða úrslitum  Símabikarsins í handknattleik.

Reyndar var þetta nokkuð öruggur sigur þeirra grænu gegn þeim grænu því heimamenn skoruðu 38 mörk gegn 26 mörkum gestanna.

Völsungur fer því áfram og mætir 1. deildarliði Stjörnunnar í höllinni umnæstu helgi.

Hér koma nokkrar myndir úr leiknum en fleiri myndir er hægt að skoða hér

Sindri

Sindri Ingólfsson skoraði flest mörk Völsunga eða tíu talsins.

Eythor

Eyþór Traustason kom næstur með níu mörk en hér fór hann ekki lengara. 

Petur

Glímukappinn Pétur Þórir Gunnarsson í kröppum dansi á línunni.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744