17. okt
Hallgrímur Mar í VíkingÍþróttir - - Lestrar 368
Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson skrifaði undir þriggja ára samning við Víking í dag. Víkingar höfnuðu í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar.
Í frétt á Fótbolta.net segir að Hallgrímur komi til Víkings frá KA en samningur hans þar er að renna út.
Hinn 24 ára gamli Hallgrímur æfði með KR á dögunum en hann var einnig orðaður við Val og ÍBV.
Hallgrímur Mar hefur verið lykilmaður hjá KA undanfarin ár en hann skoraði níu mörk í fyrstu deildinni í sumar og var valinn í lið ársins.
Hallgrímur hefur spilað með KA í fimm ár en hann er uppalinn hjá Völsungi.