Hafþór Mar gengur til liðs við Fram

Völsungurinn Hafþór Mar Aðalgeirsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við úrvalsdeildarliðið Fram.

Hafþór Mar gengur til liðs við Fram
Íþróttir - - Lestrar 371

Hafþór Mar ásamt Bjarna þjálfara Fram.
Hafþór Mar ásamt Bjarna þjálfara Fram.

Völsungurinn Hafþór Mar Aðalgeirsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við úrvalsdeildarliðið Fram. 

Hafþór skoraði 7 mörk í 15 leikjum fyrir Völsung í 1. deildinni á síðustu leiktíð.
 
Á heimasíðu Safamýrarliðsins segir að Hafþór Mar, sem er 19 ára miðju- og kantmaður, hafi verið eftirsóttur af liðum í úrvals- og 1. deild eftir að tímabilinu lauk enda mikið efni hér á ferð. 
 
Þrátt fyrir ungan aldur á Hafþór Mar að baki 69 leiki í deild og bikar með Völsungi en í þeim hefur hann skorað  23 mörk. Hann hefur leikið 8 leiki með U17 ára landsliði Íslands og 4 leiki með U19 ára liðinu.
 
 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744