Hafrún nýr íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings

Hafrún Olgeirsdóttir hefur verið ráðin í stöðu íþrótta- og tómstundafulltrúa Norðurþings.

Hafrún Olgeirsdóttir.
Hafrún Olgeirsdóttir.

Hafrún Olgeirsdóttir hefur verið ráðin í stöðu íþrótta- og tómstundafulltrúa Norðurþings.

Hafrún lauk mastersnámi í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2016.

Fram kemur í fréttatilkynningu að Hafrún hefur verið aðalmaður í sveitarstjórn Norðurþings frá 2019 og er núverandi formaður byggðaráðs auk þess sem hún sat um tíma í fjölskylduráði.

Hafrún hefur í gegnum menntun sína og setu í sveitarstjórn og nefndum sveitarfélagsins öðlast umtalsverða reynslu og þekkingu á opinberri stjórnsýslu og íþrótta- og tómstundamálum í sveitarfélaginu.

Hafrún mun hefja störf nú á haustmánuðum.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744