08. nóv
Hafralækjarskóli sigurvegari í Spurningakeppni grunnskólannnaAlmennt - - Lestrar 256
Spurningakeppni grunnskólanna í Þingeyjarsýslum var haldin í Framhaldsskólanum á Húsavík á dögunum og eftir snarpa keppni var það Hafralækjarskóli sem hreppti sigurbikarinn.
Hafralækjarskóli sigraði Reykjarhlíðarskóla í æsispennandi úrslitakeppni 16 - 14. Auk bikars hlaut nemendafélag skólans 25 þús. kr. sigurlaun. Eftirtaldir skipuðu sigurlið Hafralækjarskóla: Hrannar Guðmundsson, Hugrún Rúnarsdóttir og Sigríður Atladóttir.
Hér er hægt að sjá myndir frá keppninni sem var í umsjá nemenda FSH
Frétt af fsh.is