Hafralćkjarskóli og Litlulaugaskóli verđa sameinađirAlmennt - - Lestrar 405
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti samhljóða á fundi sínum fimmtudaginn 20. október að sameina Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla frá og með 1. ágúst 2012 í eina stofnun með tvær starfstöðvar. Skipuð verður sérstök nefnd sem fær það verkefni að leggja fram tillögur um útfærslu og koma með hugmyndir um hvernig nýta megi þá kosti sem skapast með þessari sameiningu þannig að faglegur ávinningur verði af. Án efa felast umtalsverð tækifæri í þessari breytingu og er mikilvægt að fá alla aðila til þátttöku svo okkur megi bera gæfa til þess að ná fram því besta og jákvæðasta úr stöðuni með hagsmuni barnanna að leiðarljósi.
Ekki munu vera uppi nein áform um að fækka starfstöðvum eða segja upp
fólki samhliða þessum breytingum á yfirstjórn skólamála. (litlulaugaskoli.is)