Hafliði hefði verið Hollvinur Húsavíkurkirkju

Eiginkona Hafliða Jósteinssonar heitins og börn þeirra komu færandi hendi í Húsavíkurkirkju í dag en hann hefði fagnað áttræðisafmæli sínu í dag.

Laufey afhendir hér minningargjöfina.
Laufey afhendir hér minningargjöfina.

Eiginkona Hafliða Jósteinssonar heitins og börn þeirra komu færandi hendi í Húsavíkurkirkju í dag en hann hefði fagnað áttræðisafmæli sínu í dag. 

Hafliði starfaði lengi við Húsa-víkurkirkju, bæði sem meðhjálpari við athafnir og sem kirkjugarðs-vörður.

Einnig starfaði hann árum saman við Sunnudagaskólann við góðan orðstír.

Þá söng hann í kirkjukórnum og tók að sér að sýna ferðamönnum kirkjuna á sumrin.

 „Pabbi var mikill kirkjunnarmaður og hefði örugglega orðið manna fyrstur að gerast hollvinur Húsavíkurkirkju‟, sögðu börn hans og í tilefni afmælisins afhenti fjölskyldan Hollvinum kirkjunnar 500 þúsund krónur að gjöf til viðhalds og endurbóta á kirkjunni.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Séra Sólveig Halla Kristjánsdóttir tók við minningargjöfinni úr hendi Laufeyjar Jónsdóttur ekkju Hafliða.

"Fjölskyldu Hafliða, Laufeyju, Ingu, Unni Mjöll, Rakel og Hjálmari Boga vil ég fyrir hönd Húsavíkursóknar og Hollvinasamtaka Húsavíkurkirkju, þakka af hjartans einlægni fyrir veglega minningargjöf.

Hafliði bar ævinlega hag kirkjunnar fyrir brjósti, var dyggur þjónn, alltaf boðinn og búinn til að leggja starfi kirkjunnar lið.

Hann átti sitt sæti í kirkjunni og á alltaf sess í huga okkar og hjarta. Guð blessi minningu Hafliða Jósteinssonar" sagði Séra Sólveig Halla við þetta tækifæri. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744