Hafið á hundavaði - Vinnustofa Ungra umhverfissinna heldur norður

Vissir þú að það eru kórallar í sjónum við Ísland? Hefur þú spáð í afhverju það eru til þjóðgarðar á landi en ekki í hafi? Ert þú með hugmyndir um hvernig

Vissir þú að það eru kórallar í sjónum við Ísland? Hefur þú spáð í afhverju það eru til þjóðgarðar á landi en ekki í hafi? Ert þú með hugmyndir um hvernig framtíð hafsins við Ísland eigi að líta út?
 
Ungir umhverfissinnar bjóða til fræðslu- og vinnustofu um framtíð hafsins fyrir ungt fólk á aldrinum 13-30 ára á Hvalasafninu á Húsavík sunnudaginn 21. September, klukkan 10:00 - 14:30.

Stiklað verður á stóru um ýmsa leyndardóma sem hafið við Ísland hefur að geyma og þær áskoranir sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir, en fyrst og fremst verður tíminn nýttur í að líta fram á við og teikna upp lausnir saman.
 
Vinnustofan er frábært tækifæri fyrir ungt fólk að láta rödd sína heyrast og ræða málin með öðrum sem vilja hafa áhrif á framtíð hafsins umhverfis Ísland.

Niðurstöður málþingsins verða birtar viðkomandi ráðherrum á fundi með Ungum umhverfissinnum í haust.
 
Þegar hafa sambærilegar vinnustofur verið haldnar í öðrum landsfjórðungum og er þessi sú síðasta og þar með lokatækifæri til að koma, fræðast og láta rödd sína heyrast.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744