Hafðu áhrif á framtíð Þingeyjarsveitar

Íbúum Þingeyjarsveitar gefst nú tækifæri til að hafa áhrif á framtíð sveitarfélagsins.

Hafðu áhrif á framtíð Þingeyjarsveitar
Almennt - - Lestrar 76

Mynd frá íbúafundi í Skjólbrekku í apríl.
Mynd frá íbúafundi í Skjólbrekku í apríl.

Íbúum Þingeyjarsveitar gefst nú tækifæri til að hafa áhrif á framtíð sveitarfélagsins.

Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að í aprílmánuði hafi verið haldnir þrír íbúafundir þar sem leitað var samráðs við íbúa um áherslur fyrir sveitarfélagið og var sérstaklega horft til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í þeim tilgangi.

Fundirnir voru haldnir í tengslum við heildarstefnumótun sveitarfélagsins sem nú stendur yfir og tóku yfir 70 íbúar þátt á fundunum sem voru öllum opnir.

Nú heldur samráð við íbúa áfram! Opnað hefur verið fyrir rafræna könnun og eru íbúar hvattir til að koma á framfæri sínum skoðunum og áherslum. Íbúar sem komust ekki á íbúafundi eru sérstaklega hvattir til að taka þátt. Í könnuninni hafa íbúar tækifæri til að forgangsraða heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og leggja til áherslur eða verkefni sem áhugavert væri að horfa til.

Hvetjum alla íbúa til að taka þátt og láta rödd sína heyrast, hún skiptir máli!

Hér er slóð á könnunina: https://www.surveymonkey.com/r/thingeyjarsveit

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744