Hafdís Sigurðardóttir íþróttamaður HSÞ 2011

Hafdís Sigurðardóttir er íþróttamaður HSÞ 2011 en tilkynnt var um valið á ársþingi HSÞ sem haldið var á Raufarhöfn í dag. Þetta er í annað skiptið sem

Hafdís Sigurðardóttir íþróttamaður HSÞ 2011
Íþróttir - - Lestrar 351

Hafdís Sigurðardóttir er íþróttamaður HSÞ 2011 en tilkynnt var um valið á ársþingi HSÞ sem haldið var á Raufarhöfn í dag. Þetta er í annað skiptið sem Hafdís er valin íþróttamaður HSÞ, en hú hreppti þann titil líka árið 2009.

Hafdís var einnig valin frjálsíþróttamaður HSÞ 2011. Hafþór Mar Aðalgeirsson var valin knattspyrnumaður HSÞ 2011. Bjarni Þór Gunnarsson var valinn glímumaður HSÞ 2011 og Valdís Jósefsdóttir var valin sundmaður HSÞ 2011.

Meðfylgjandi mynd tók Hermann Aðalsteinsson en á henni eru Hafþór Mar Aðalgeirsson, Valdís Jósefsdóttir, Birna Davíðsdóttir sem tók við verðlaunum Hafdísar í hennar fjarveru og Hrefna Sigurgeirsdóttir sem tók við verðlaunum Bjarna í hans fjarveru.

Lesa meira á 641.is

Fleiri myndir Hermanns Aðalsteinssonar frá ársþingi HSÞ má skoða hér


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744