Hæsti hiti sumarsins á Húsavík

Hæsti hiti sem mælst hefur í sumar var á Húsavík 27. júlí, en þá fór hitinn í bænum upp í 24,7 stig. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur ólíklegt

Hæsti hiti sumarsins á Húsavík
Almennt - - Lestrar 254

Það viðraði vel til að borða úti þann 27. júlí.
Það viðraði vel til að borða úti þann 27. júlí.
Hæsti hiti sem mælst hefur í sumar var á Húsavík 27. júlí, en þá fór hitinn í bænum upp í 24,7 stig. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur ólíklegt að þetta hitamet sumarsins verði slegið í sumar. 


Hann bendir þó að metið í fyrra var sett 4. september þegar hiti á Möðruvöllum fór upp í 24,9 stig.

Einar segir að þó að ágætlega heitt hafi verið í sumar hafi hámarkshitinn ekki verið eins hár í sumar og stundum áður. Árið 2004 og 2008 fór hámarkshiti upp fyrir 29 stig. (mbl.is)

Bloggsíða Einars

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744