Hæ, hó, jibbí, jei, það er kominn sautjándi júní

Þjóðhátíðardagur var haldinn hátíðlegur í dag og var ýmsilegt um að vera. Margir höfðu dregið íslenska fánann að húni í morgun, haldið var sundmót og

Þjóðhátíðardagur var haldinn hátíðlegur í dag og var ýmsilegt um að vera. Margir höfðu dregið íslenska fánann að húni í morgun, haldið var sundmót og hátíðarguðsþjónusta í Húsavíkurkirkju þar sem barn var borið til skírnar. Um hádegi hófst skrúðganga undir fylktu liði hestamanna frá Húsavíkurvelli að Íþróttahöllinni en hátíðarhöld voru færð inn.

 

Þar flutti hátíðarræðu Oddvar Haukur Árnason og gerði það með myndarbrag en hann minnti lýðinn á hve gott við höfum það á besta stað á jörðinni. Guðrún Sigurðardóttir var fjallkona og flutti hún kvæðið Ó, hve elsk´ ég þig gleði eftir Ólöfu Sigurðardóttur. Skemmtileg hefð hefur komist á að nýstúdentar úr FSH flytji hátíðarræðu og ljóð sem fjallkona.

   Nemendur úr Borgarhólsskóla og Tónlistarskóla Húsavíkur flutti þjóðhátíðargestum söng og tónlist og tókst reglulega vel til. Nemendur leikskólans Grænuvalla dönsuðu frábæran dans sem mætti kalla óður til fjár.

   Að lokinni formlegri dagskrá hófst kaffisala, börnin fengu frelsi til að leika sér í hoppukastölum við mikinn fögnuð. Félagar úr hestamannafélaginu Grani teymdu undir börnum og mátti sjá marga upprennandi hestamenn. Lögreglan mældi skothraða á fótbolta og var metið hjá yngri kynslóðinni 73 km hraði á klst. Ekki er hægt að greina frá tölum eldri kynslóðarinnar en margir horfu út á völlinn og sögðust klárlega ná yfir 100 km hraða á klst en lítið varð úr því.

   Í kvöld er svo fjölskylduball með S.O.S og Ína Valgeður verður þar gestasöngvari. Að þessu rituðu óskar 640.is lesendum nær og fjær gleðilegrar þjóðhátíðar. Myndir frá deginum má sjá hér.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744