07. jún
Haddi í heimsóknÍþróttir - - Lestrar 670
Það var mikil spenna í lofti þegar ljósmyndari 640.is leit við á æfingu hjá stelpunum í 6. flokki Völsungs í morgun.
Það var sem sé von á gesti í heimsókn og ef einhver bíll ók þar fram hjá eða maður sást ganga í áttina að sparkvellinum þá var spurt. Er þetta hann ?
Svo kom gesturinn sem reyndist vera landsliðsmaðurinn Hallgrímur Jónasson sem dvelur þessa dagana á æskuslóðum sínum.
Haddi ræddi við stelpurnar um fótboltann og Völsung. Þá spurðu þær hann spurninga um landsliðið og atvinnumannalífið sem
hann svaraði af sinni alkunnu hógværð.
Meira um það hér Myndband: Haddi heimsótti framtíðarleikmenn Völsungs

Haddi og stelpurnar í 6. flokki.

Svo komu strákarnir.