Gunnhildur vann sér inn pizzunaAlmennt - - Lestrar 576
Gunnhildur frá Presthvammi kom með rétt nafn í Hver er maðurinn kl. 08:02 á mánudagsmorgninum en fyrsta vísbending var sú að maðurinn byggi ekki í Norðurþingi.
Sem er alveg rétt því Bjarni bóndi á Mánárbakka býr á Mánárbakka á Tjörnesi. Bjarni Sigurður Aðalgeirsson var sem sagt maðurinn sem spurt var um. Önnur vísbending var sú að maðurinn sé sjálfstætt starfandi og Bjarni er bóndi þannig að það er borðleggjandi. Þriðja vísbending sagði að maðurinnværi söngelskur og það má segja um Bjarna því auk þessa að syngja fjöldasöng á flestum þorrablótum hér í kring þá er hann félagi í karlakórnum Hreim. Fjórða og síðasta vísbendingin var svona: Maðurinn ætti alltaf að vera með það á hreinu hvernig veðrið er. Þar er vísað til þess að á Mánárbakka er veðurathugunarstöð.

