Gunnhildur ráðin verkefnastjóri æskulýðs- tómstunda- og menningarmála í Þingeyjarsveit

Gunnhildur Hinriksdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra æskulýðs- tómstunda- og menningarmála. Hún mun hefja störf þann 1. nóvember næstkomandi.

Gunnhildur Hinriksdóttir.
Gunnhildur Hinriksdóttir.

Gunnhildur Hinriksdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra æskulýðs- tómstunda- og menningarmála. Hún mun hefja störf þann 1. nóvember næstkomandi.

Gunnhildur hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri HSÞ og gjaldkeri ungmennafélagsins Eflingar, hún tók við formennsku þar síðastliðið sumar. Auk þess hefur hún sinnt stundakennslu við Framhaldsskólann á Laugum.

Hún er með BS.Ed próf í íþróttafræði frá Unversity of Georgia í Bandaríkjunum, kennsluréttindi frá Kennaraháskóla Íslands þar sem hún starfaði einnig sem aðjúnkt um árabil og MS gráðu í íþróttafræði (Kinesiology) frá University of Illinois í Bandaríkjunum þar sem hún hafði einnig yfirumsjón með líkamsræktarprógrammi fyrir eldri borgara.

Gunnhildur býr yfir víðtækri reynslu á sviði íþrótta- og æskulýðsmála, hefur skrifað ritrýndar greinar sem birtar hafa verið í virtum erlendum tímaritum og tekið þátt í ráðstefnum og haldið fyrirlestra sem tengjast heilbrigði og heilsueflingu ungra sem aldinna.

Á vef Þingeyjarsveitar er Gunnhildur boðin velkomin til starfa og henni óskað velfarnaðar í nýju hlutverki.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744