Gunnar Egill tekur viđ forstjórastólnum hjá Samkaupum

Gunnar Egill Sigurđsson tekur viđ starfi forstjóra Samkaupa en hann hefur starfađ hjá fyrirtćkinu í 20 ár, nú síđast sem framkvćmdastjóri verslunarsviđs.

Gunnar Egill tekur viđ forstjórastólnum hjá Samkaupum
Fréttatilkynning - - Lestrar 345

Gunnar Egill Sigurđsson.
Gunnar Egill Sigurđsson.

Gunnar Egill Sigurđsson tekur viđ starfi forstjóra Samkaupa en hann hefur starfađ hjá fyrirtćkinu í 20 ár, nú síđast sem framkvćmdastjóri verslunarsviđs.

Hann tekur viđ starfinu af Ómari Valdimarssyni sem gegnt hefur starfinu undanfarin 13 ár en hefur ákveđiđ ađ láta af störfum hjá félaginu.

Forstjóraskiptin munu eiga sér stađ um mánađamótin mars – apríl, í kjölfar kynningu ársuppgjörs síđasta árs sem var afar gott í rekstri fyrirtćkisins ţrátt fyrir miklar áskoranir síđustu ára vegna heimsfaraldursins.

Ómar hefur starfađ í 26 ár sem stjórnandi hjá Samkaupum, ţar af sem forstjóri fyrirtćkisins í 13 ár eđa frá árinu 2009. Hann hefur stýrt fyrirtćkinu í gegnum mikla umbreytingu og vöxt, ekki síst međ aukinni sókn á höfuđborgarsvćđinu. Í dag eru verslanir fyrirtćkisins á 65 stöđum á landinu og fyrirtćkiđ veltir ríflega 40 milljörđum króna. Ţá er framundan opnun 66. verslunarinnar, en í dag var undirritađur leigusamningur fyrir nýja Nettó verslun sem verđur sú níunda á höfuđborgarsvćđinu.

Skúli Skúlason, stjórnarformađur Samkaupa: „Viđ viljum ţakka Ómari fyrir einstakt framlag hans til vaxtar og viđgangs Samkaupa á síđustu árum. Ţađ vita allir sem ţekkja til hans starfa hversu stórt hlutverk hann hefur leikiđ í ađ búa til gott fyrirtćki og góđan vinnustađ sem ađ stór hluti ţjóđarinnar er verslar viđ, í hverri viku. Ađ sama skapi er ég feikilega ánćgđur međ ráđningu Gunnars Egills, sem ţekkir fyrirtćkiđ afar vel og mun um leiđ koma međ ferskar áherslur inn í ţau stóru verkefni sem framundan eru hjá Samkaupum.“

Gunnar Egill Sigurđsson, verđandi forstjóri Samkaupa: „Ţađ er spennandi vegferđ framundan. Ég hlakka til ađ fylgja eftir stafrćnni ţróun og sjálfvirknivćđingu í ţjónustu og starfsemi Samkaupa. Ţá vil ég auka enn frekar áherslur okkar á samfélagslega ábyrgđ og halda áfram ađ gera Samkaup ađ frábćrum vinnustađ.“

 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744