Guðmundur með gull og Tómas með brons á Reykjavíkurleikunum

Guðmundur Smári Gunnarsson og Tómas Gunnarsson kepptu í bogfimi fyrir hönd Eflingar á Reykjavíkurleikunum um helgina

Tómas t.v. og Guðmundur fyrir miðju.
Tómas t.v. og Guðmundur fyrir miðju.

Guðmundur Smári Gunnarssonog Tómas Gunnarsson kepptu í Bogfimi fyrir hönd Eflingar á Reykjavíkurleikunum um helgina.

Á vef Eflingar segir að óhætt sé að segja að þetta hafi verið ferð til fjár hjá þeim félögum því Guðmundur vann til gullverðlauna og Tómas til bronsverðlauna í mótinu, en þeir keppa báðir í flokki sveigboga.

Frábær árangur hjá þeim sem er svo sannarlega viðurkenning fyrir það góða starf sem er í gangi í bogfiminefnd Eflingar. 

Bogfimi

Tómas Gunnarsson t.v. og Guðmundur Smári Gunnarsson fyrir miðju. 

Myndina tók Guðný Ingibjörg Grímsdóttir og á vef Eflingar er hægt að skoða fleiri.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744