Guðfríður Lilja nýr liðsmaður Goðans

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, gekk til liðs við skákfélagið Goðann á dögunum.

Guðfríður Lilja nýr liðsmaður Goðans
Íþróttir - - Lestrar 334

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, gekk til liðs við skákfélagið Goðann á dögunum.

Á heimasíðu félagsins segir að því sé mikill akkur í atfylgi þessarar fjölhæfu afrekskonu enda er hún ein fremsta skákkona Íslands og hefur unnið skákíþróttinni mikið gagn.

Guðfríður Lilja vakti þegar á unga aldri athygli fyrir skákhæfileika sína.  Kornung varð hún alþjóðlegur meistari og ellefu sinnum hefur hún hlotið sæmdarheitið Íslandsmeistari kvenna í skák. Guðfríður Lilja braut blað í skáksögu Íslands þegar hún var kjörin forseti Skáksambands Íslands árið 2004, fyrst kvenna, og hún varð einnig fyrst kvenna til að gegna formennsku í Skáksambandi Norðurlanda.

Guðfríður Lilja hefur unnið ötullega að því að efla skákiðkun á Íslandi og endurvakti m.a. kvennalandslið Íslands í skák árið 2000. Hún er með BA-gráðu í sagnfræði frá Harvard og meistaragráðu í heimspeki frá Cambridge í Englandi.

Lesa meira hér


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744