Grunnskólakennarar afhentu Norđurţingi kröfugerđ sína

Kennarar viđ Borgarhólsskóla gengu í gćr á fund yfirvalda í Norđurţingi og afhentu kröfugerđ sem und­ir­rituđ er af rúmlega 3000 grunnskólakennurum á

Hljóđiđ er ţungt í kennurum.
Hljóđiđ er ţungt í kennurum.

Kennarar viđ Borgarhólsskóla gengu í gćr á fund yfirvalda í Norđurţingi og afhentu kröfugerđ sem und­ir­rituđ er af rúmlega 3000 grunnskólakennurum á landinu.

Ţađ sama gerđu grunnskólakennarar víđa um land en krafa ţeirra til sveitarfélaganna sem reka grunnskólana er eftirfarandi:

Viđ, grunnskólakennarar á Íslandi, krefjumst ţess ađ sveitarfélögin á landinu bregđist án tafar viđ ţví alvarlega ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu vegna hćttulegra og rangra áherslna í kjarastefnu sveitarfélaga gagnvart grunnskólakennurum. Laun kennar eru of lág og valda ţví međ öđru ađ grunnskólakerfiđ er ekki lengur sjálfbćrt. Ţeir kennarar sem nú starfa í grunnskólunum njóta mun verri kjara en samanburđarhópar og raunar töluvert lćgri kjara en almennt tíđkast á landinu. 

Nú eru samningar okkar lausir og hafa veriđ lengi. Mánuđum saman hafa sveitarfélögin haft tíma og tćkifćri til ađ bregđast viđ bráđum vanda. Ekkert bólar á viđbrögđum og samninganefnd sveitarfélaga virđist enn ekki hafa umbođ til neins nema ađ endurtaka leikinn frá ţví í sumar og bjóđa áfram óbođleg kjör.

Margir fulltrúar sveitarfélaga hafa gengist viđ ţví á síđustu árum ađ laun kennara séu allt of lág. Hin lágu laun hafa veriđ réttlćtt međ ţví ađ sveitarfélögin hafi ekki efni á betri kjörum. Međ ţví er í raun veriđ ađ segja ađ sveitarfélögin séu ófćr um ađ reka ţá grunnţjónustu sem ţau hafa tekiđ ađ sér fyrir íbúa ţeirra. Slíkt gengur auđvitađ ekki til lengdar. Viđ ađstćđur sem ţessar mun grunnţjónustan bíđa skađa eđa eyđileggjast međ öllu. 

Árum saman hafa kennarar ţurft ađ bćta fyrir getuleysi sveitarfélaga viđ ađ reka grunnskólann međ ásćttanlegum hćtti. Nú er hinsvegar orđiđ ljóst ađ kennarar geta ekki lengur komiđ í veg fyrir ađ skólakerfiđ lendi í stórhćttu. Nýir kennarar fást ekki til starfa, eldri kennarar heltast úr lestinni eđa hverfa til annarra starfa – og ţeir sem eftir standa munu ekki anna öllum ţeim brýnu verkefnum sem fylgja grunnskólastarfi í landinu.

Kennarar hafa ţví ađeins tvo kosti. Ađ yfirgefa skólana og afhjúpa ţannig endanlega ţá skammsýni og hyskni sem einkennir störf sveitarfélaga á ţessu sviđi – eđa stíga fram, draga sveitarfélögin til ábyrgđar fyrir stöđunni sem upp er kominn og krefjast viđbragđa.

Međ undirskrift okkar á ţennan lista gerum viđ ţađ síđarnefnda.


Jón Höskuldsson og Kolbrún Ada Gunnarsdóttir.

Kolbrún Ada Gunnarsdóttir trúnađarmađur kennara í Borgarhólsskóla las upp kröfugerđina og afhenti hana síđan Jóni Höskuldssyni frćđslufulltrúa Norđurţings. Tćplega 70% kennara á landinu skrifađi undir kröfugerđina á ţremur sólahringum.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744