Gott gengi HSÞ á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára var haldið í Laugardalshöll um nýliðna helgi.

Gott gengi HSÞ á MÍ 15-22 ára
Íþróttir - - Lestrar 269

Auður Gauksdóttir á verðlaunapalli.
Auður Gauksdóttir á verðlaunapalli.

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára var haldið í Laugardagshöll um nýliðna helgi og átti HSÞ átta keppendur á mótinu. Þetta voru þau Dagbjört, Hjörvar og Snæþór sem kepptu í flokki 16-17 ára og Auður, Brynjar, Elvar, Freyþór og Kristín sem kepptu í flokki 15 ára. Árangur þeirra var með miklum ágætum og náði liðið öðru sæti í stigakeppni 15 ára pilta. Í heildarstigakeppninni urðu þau í 7. sæti og komu heim með tvö gull, sex silfur og fjögur brons.

Auður varð Íslandsmeistari í hástökki með stökk upp á 1,61 m og varð í þriðja sæti í kúluvarpi.

Elvar varð Íslandsmeistari í 60 m. grindahlaupi en það hljóp hann á 9,01 sek. Hann varð svo annar í hástökki, annar í kúluvarp og þriðji í langstökki.

Brynjar varð annar í 60 m., 200 m., og 60 m. grind.

Dagbjört varð önnur í langstökki og fimmta í 60 m. grind. Dagbjört bætti 20 ára gamalt héraðsmet Kötlu Sóleyjar Skarphéðinsdóttur í langstökki innanhús um 13 cm. þegar hún stökk 5,22 en gamla metið var 5,09.

Freyþór varð þriðji í hástökki, fjórði í langstökki og fimmti í 60 m. grind.

Snæþór varð þriðji af þremur keppendum í 3000 m. en þar keppti hann í flokki 20-22 ára. Hann keppti auk þess í 1500 m. hlaupi þar sem hann varð í fjórða sæti.

Hjörvar bætti sig töluvert í 800 m. þar sem hann varð í fimmta sæti.  Kristín varð í sjötta sæti í langstökki.

Heimild: hsth.is

Meðfylgjandi mynd tók Baldvin Áslaugsson enn hún er fengin af fréttavefnum 641.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744