Gott atvinnuástand á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

Um þessar mundir er mjög gott atvinnuástand á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.

Um þessar mundir er mjög gott atvinnuástand á félags-svæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.

Í frétt á heimasíðu Framsýnar segir að mikið hafi verið um atvinnuauglýsingar enda mikil vöntun á starfsfólki í mismundandi störf.

Samkvæmt heimildum heimasíðunnar er vel undir 100 manns á atvinnuleysisbótum frá Bakkafirði að Vaðlaheiði sem eru virkilega góðar fréttir.

Vinnumálastofnun hefur ekki gefið út nýjustu tölur um atvinnuleysi en með því að fara inn á vef stofnunarinnar vmst.is er hægt að sjá hvernig atvinnuleysið hefur þróast og skiptist milli sveitarfélaga og landshluta samkvæmt  upplýsingum frá þeim.

 
 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744