Góð þátttaka í kaffiboði Framsýnar á Raufarhöfn

Framsýn stóð fyrir kaffiboði laugardaginn 1. júní í Félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn.

Aðalsteinn Árni, Stella og Helgi.
Aðalsteinn Árni, Stella og Helgi.

Framsýn stóð fyrir kaffiboði laugardaginn 1. júní í Félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn.

Um er að ræða árvissan viðburð sem notið hefur töluveðra vinsælda meðal bæjarbúa. Um 130 manns komu og þáðu kaffi, konfekt og tertu sem Kvenfélagið á Raufarhöfn lagði til.

Auk þess að snæða góða tertu gafst heimamönnum tækifæri á að ræða við formann og varaformann félagsins um allt milli himins og jarðar en þeir voru á staðnum. 

Sá mikli höfðingi Helgi Ólafsson varð 95 ára þann 31. maí og af því tilefni færði Aðalsteinn Árni honum blómvönd frá Framsýn.

Með þeim á myndinni er eiginkona Helga, Stella Þorláksdóttir. 

Aðsend mynd


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744