Góð byrjun hjá blakliði HSÞ á ÍslandsmótinuÍþróttir - - Lestrar 468
Kvennalið HSÞ í blaki hóf keppni á Íslandsmótinu í blaki um helgina og óhætt að segja að byrjunin lofi góðu fyrir framhaldið.
Þær unnu alla fimm leikina sem þær spiluðu um helgina á móti sem fór fram í Kórnum í Kópavogi. Liðið vann 10 hrinur og tapaði aðeins einni.
Kvennalið HSÞ skipa konur úr Aðaldal, Reykjadal og Kinn en þjálfari þeirra er Jóna Kristín Gunnarsdóttir frá Húsavík.
Lið HSÞ er að taka þátt í fyrsta skipti í Íslandamótinu í blaki og byrja því í 6. deild, Þar keppa 8 lið og spiluð er tvöföld umferð.
Lið HSÞ mun spila fimm leiki 14-15 janúar á næsta ári og keppni í deildinni líkur svo 18-19. mars með 4 leikjum.
Á blak.is má sjá allt um mótið (skrolla niður til að finna HSÞ)
Karlalið Eflingar tekur þátt í 2. deildinni í blaki og eru þeir sem stendur í 3. sæti.