21. mar
Gluggaþvottur í góða veðrinuAlmennt - - Lestrar 391
Það er óhætt að segja að vorbragur sé á víkinni þessa dagana og hlýindum spáð um helgina. Friðrika Guðjónsdóttir eða Rikka Údda eins og flestir þekkja hana notaði góða veðrið í dag til gluggaþvottar.
Þegar ljósmyndari 640.is var á ferðinni í bænum sá hann til Rikku þar sem hún fór hamförum með kústinn á gluggana í bókabúðinni.
Annað eins hafði ljósmyndarinn ekki séð síðan Sverrir var og hét og stóðst ekki mátið að smella þessum myndum af henni.
Rikka við gluggaþvottinn,brosmild að venju.