19. des
Gleði og hamingja meðal félagsmanna Framsýnar með kjarasamninginn – 85% samþykktu samninginnAlmennt - - Lestrar 85
Í hádeginu í dag lauk atkvæðagreiðslu um nýgerðan kjarasamning Starfsgreina-sambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem Framsýn á aðild að fyrir sína félagsmenn sem starfa á almenna vinnumarkaðinum.
Skrifað var undir samninginn 3. desember. Alls voru 1.521 félagsmenn Framsýnar á kjörskrá. Kjörsókn var 11,05%. Um 85% félagsmanna sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni samþykktu kjarasamninginn. Nei sögðu um 14% félagsmanna og innan við 1% skiluðu auðu.
Á vef Framsýnar segir að þetta séu mikil gleðitíðindi enda endurspeglist ánægja félagsmanna í niðurstöðunni.
Nýr kjarasamningur hefur því þegar tekið gildi með gildistíma frá 1. nóvember sl.