Glæsilegur árangur riffilsskotmanna

Riffilmenn Skotfélags Húsavíkur gerðu glæsta ferð austur á Hérað um helgina og komu heim hlaðnir verðlaunum.

Glæsilegur árangur riffilsskotmanna
Íþróttir - - Lestrar 674

Reynir Hilmarsson með gullið á verðlaunapalli.
Reynir Hilmarsson með gullið á verðlaunapalli.

Riffilmenn Skotfélags Húsavíkur gerðu glæsta ferð austur á Hérað um helgina og komu heim hlaðnir verðlaunum.

Þeir tóku þar þátt í Hunter Classmóti sem Skotfélag Austurlands hélt á Egilsstöðum og uppskáru fjögur gull, tvö silfur og eitt brons.

Reynir Hilmarsson náði þriðja sæti í Bench Rest á 200 metra færi og í flokkunum Veiðirifflar 100 metrar og Veiðirifflar 200 metrar hlaut hann gullin.

Í flokknum Breyttir veiðrifflar 100 metrar varð Gylfi Sigurðsson hlutskarpastur og fékk gullið og Kristján R. Arnarson náði silfrinu.

Hægt að sjá glæsilegt myndband frá mótinu hér . 

Riffilskot

Gylfi Sig. með gullið og Kristján Össa með silfrið. Bronsið hreppti Bjarni Þór Haraldsson.

Hér má skoða öll úrslit mótsins.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744