Glćsilegur árangur hjá Telmu Dögg á Landsmóti hestamanna

Telma Dögg Tómasdóttir sem keppir fyrir Hestamannafélagiđ Grana á Húsavík náđi frábćrum árangri á Landsmóti hestamanna sem haldiđ er í Reykjavík ţessa

Telma Dögg Tómasdóttir og Taktur frá Torfunesi.
Telma Dögg Tómasdóttir og Taktur frá Torfunesi.

Telma Dögg Tómasdóttir sem keppir fyrir Hestamannafélagið Grana á Húsavík náði frábærum árangri á Landsmóti hestamanna sem haldið er í Reykjavík þessa dagana.

Telma Dögg keppti á Takti frá Torfunesi og hreppti þriðja sætið í barnaflokki en 90 börn tóku þátt í spennandi og skemmtilegri keppni. Telma var ekki eini fulltrúi Grana í barnafloknum því þær Iðunn Bjarnadóttir og Dagný Anna Ragnarsdóttir  voru meðal þátttakenda og stóðu sig einnig með miklum sóma.

Undanfarin ár hefur hestamannafélagið Grani lagt mikla áherslu á barna og unglingastarf sem hefur skilað sér í auknum áhuga og sífellt betri árangri í keppnum. 

Þá má geta þess að sigurvegarinn, Glódís Rún Sigurðardóttir keppti á húsvískum gæðingi, Kamban frá Húsavík. Ef vefstjóra skjöplast ekki  í hestafræðunum er hann úr ræktun GíslaHaraldssonar.

Landsmót

Glæsilegir fulltrúar Hestamannfélagsins Grana á Landsmóti hestamanna sem fer fram í Víðidal.

Telma

Telma Dögg Tómasdóttir og Taktur frá Torfunesi.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744