Geysisdagurinn, Útvarp Geysis og fjáröflun á karolinafund.com

Í Skipholti 29 í Reykjavík er Klúbburinn Geysir. Í klúbbnum fer fram endurhæfing fólks með geðraskanir. Klúbburinn er sjálfseignarstofnun og hefur starfað

Geysisdagurinn, Útvarp Geysis og fjáröflun á karolinafund.com
Fréttatilkynning - - Lestrar 176

Í Skipholti 29 í Reykjavík er Klúbburinn GeysirÍ klúbbnum fer fram endurhæfing fólks með geðraskanir. Klúbburinn er sjálfseignarstofnun og hefur starfað í Skipholtinu frá 2002.

Á hverju ári síðan 2011 hefur klúbburinn haldið fjáröflunar og fjölskyldudag, ssvokallaðan Geysisdag.

Í tilefni af Geysisdeginum í ár sem verður laugardaginn 11. júní hefur verið ákveðið að koma á fót útvarpi í tvo daga, þ.e. 10. og 11. júní. Útsendingartími verður frá kl.09.00 til 16.00 báða dagana.

Sérstök athygli er vakin á því að við erum með fjáröflun á https://www.karolinafund.com/project/view/1393 til þess að fjármagna leigu á sendum, leyfum og tengdum kostnaði.

Dagskrá útvarpsins yrði helguð starfsemi Klúbbsins Geysis og þeirri hugmyndafræði sem hann byggir á, auk efnis er varða tengsl geðheilsu og heilsusamlegs lífsstíls.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744