Gestur Pétursson er nýr forstjóri PCC BakkiSilicon

Gestur Pétursson er nýr forstjóri PCC BakkiSilicon. Hann tekur viđ starfinu af Rúnari Sigurpálssyni sem mun halda áfram störfum fyrir PCC samstćđuna og

Gestur Pétursson er nýr forstjóri PCC BakkiSilicon
Fréttatilkynning - - Lestrar 258

Gestur Pétursson.
Gestur Pétursson.

Gestur Pétursson er nýr forstjóri PCC BakkiSilicon. Hann tekur viđ starfinu af Rúnari Sigurpálssyni sem mun halda áfram störfum fyrir PCC samstćđuna og einbeita sér ađ ţróunarverkefnum á Íslandi.

Gestur Pétursson, forstjóri PCC BakkiSilicon: „Ţađ er spennandi fyrir mig ađ ganga til liđs viđ hópinn hjá PCC Bakka og vinna ađ ţeim tćkifćrum sem ţar hafa myndast vegna ţeirrar miklu og góđu vinnu sem unnin hefur veriđ ţar á undanförnum árum. Ennfremur, framtíđar vaxtatrćkifćri sem eru fólgin í virđiskeđju kísilmáls eru traustur grunnur til virđisauka, bćđi fyrir viđskiptavini og starfsfólk PCC.

Rúnar Sigurpálsson, fráfarandi forstjóri: „Árin á Bakka hafa veriđ viđburđarrík. Eftir margvíslega upphafserfiđleika sem og COVID ţá er rekstur verksmiđjunnar orđinn stöđugur. Ennfremur, eftir ađ vel heppnađri fjárhagslegri endurskipulagninu lauk nú í vor, ţá er félagiđ vel í stakk búiđ til ađ takast á viđ framtíđaráskoranir. Ţess vegna tel ég ađ ţetta sé afar góđur tímapunktur fyrir mig ađ rétta nýjum manni kefliđ og hlakka til ađ takast á viđ ný verkefni innan PCC samstćđunnar.

Peter Wenzel stjórnarfomađur PCC BakkiSilicon: „Ég vil nota ţetta tćkifćri og bjóđa Gest velkomin til liđs viđ PCC BakkiSilicon og eins vil ég ţakka Rúnari fyrir hans mikla framlag á ţessum viđburđaríku árum. PCC BakkiSilicon stendur á traustum fótum í dag og viđ hlökkum til ađ ţróa fleiri verkefni á Íslandi í samstarfi viđ Gest og Rúnar.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744