Gaukar þú mat að garðfuglum?

Hin árvissa Garðfuglahelgi Fuglaverndar verður haldin um næstu helgi 29. janúar - 1. febrúar 2021.

Gaukar þú mat að garðfuglum?
Fréttatilkynning - - Lestrar 147

Snjótittlingar.
Snjótittlingar.

Hin árvissa Garðfuglahelgi Fuglaverndar verður haldin um næstu helgi 29. janúar - 1. febrúar 2021.

Þá eru fuglavinir hvattir til að skrá fugla sem líta við í garðinn í eina klukkustund og senda Fuglavernd talningartölurnar.

Viðburðurinn stendur yfir frá og með föstudegi til mánudags og má velja þann dag sem best hentar á því tímabili. Nú er hart í ári hjá mörgum fuglum sem þreyja þorrann hérna með okkur og eru fuglavinir hvattir til að gauka að þeim fóðri og fersku vatni reglulega.

Fyrir áhugasama býður Fuglavernd upp á streymisviðburð á Zoom á fimmtudaginn kl. 17 þar sem farið er yfir framkvæmd talningar og skráningar.

Finna má nánari upplýsingar um viðburðinn á Facebook síðu Fuglaverndar https://www.facebook.com/Fuglavernd og á vefsíðu Fuglaverndar https://fuglavernd.is/vidburdur/gardfuglahelgin-2021.

Einnig má finna þar gagnlegar upplýsingar um garðfugla og fóðrun þeirra, https://fuglavernd.is/tegundavernd/gardfuglar/fodrun-gardfugla/.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744