Garðfuglahelgin að vetri 28. – 31. janúar 2022

Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi.

Garðfuglahelgin að vetri 28. – 31. janúar 2022
Fréttatilkynning - - Lestrar 89

Gráþröstur. Lj. Hreinn Hjartarson.
Gráþröstur. Lj. Hreinn Hjartarson.

Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi..

Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar. Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.

Í fréttatilkynningu frá Fuglavernd segir að framkvæmd athugunarinnar sé einföld.

"Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma yfir tiltekna helgi. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Fyrir börn og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í fuglaskoðun, þá höfum við útbúið:

Garðfuglar – Hjálparblað með myndum.pdf   sem hægt er að prenta út og nota við talninguna.

Skráning niðurstaðna

Þú getur valið þá leið sem þér hentar best til að skrá niðurstöðurnar að lokinni athuguninni. Við mælum með rafrænni skráningu, þar sem gögnin eru þá slegin inn og fara beint í gagnagrunn þar sem hægt er að vinna úr niðurstöðunum.

Garðfuglahelgin 2022, rafræn skráning athugana

Ef þú vilt heldur prenta út formið og senda, þá eru tvær útgáfur skjala í boði:

Garðfuglahelgin – eyðublað.pdf (92 kB) 

Garðfuglahelgin – eyðublað.docx (75 kB)

Útfyllt eyðublöð má senda í tölvupósti á gardfugl@gmail.com eða í bréfapósti til: Fuglaverndar, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík.

Garðfuglar

Lestu meira um fóðrun garðfuglagarðyrkju í fuglagarðinum og garðfuglategundir. Í vefversluninni okkar fást bæði fuglafóðurfuglafóðrarar og fuglahús , bæklingurinn  “Garðfuglar” og bókin “Væri ég fuglinn frjáls”,  um fyrstu skrefin í fuglaskoðun". 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744