19. feb
Gabríela Sól sigurvegari Tónkvíslarinnar - Friðrika Bóel vann grunnskólakeppninaAlmennt - - Lestrar 346
Gabríela Sól Magnúsdóttir vann sigur í Tónkvíslinni 2017, söngvakeppni Framhaldsskólans á Laugum, sem fram fór í gærkveldi í íþróttahúsinu á Laugum.
Gabríela söng lagið „Saving all my love for you“. Í öðru sæti varð Freyþór Hrafn Harðarson sem söng lagið „Þú átt mig ein“ og í þriðja sæti varð Bjartur Ari sem söng lagið „Mutter“ við mikinn fögnuð viðstaddra.
Friðrika Bóel Jónsdóttir úr Borgarhólsskóla vann grunnskólakeppnina þegar hún sögn lagið “Torn“. Kristjana Freydís Stefánsdóttir úr Þingeyjarskóla varð í öðru sæti með lagið „When We Where yo“ og Hafdís Inga Kristjánsdóttir úr Borgarhólsskóla varð þriðja með lagið „Made of stars“.

Friðrika Bóel syngur sigurlagið í grunnskólakeppninni.
Ljósmynd 641.is