Fyrstu íbúðirnar að Útgarði 2 afhentar í dag

Í dag hlaupársdag afhenti Naustalækur ehf. fyrstu fimm íbúðirnar að Útgarði 2.

Hermann, Sigurgeir, Ásdís og Friðrik.
Hermann, Sigurgeir, Ásdís og Friðrik.

Í dag hlaupársdag afhenti Naustalækur ehf. fyrstu fimm íbúðirnar að Útgarði 2.

Alls eru 9 íbúðir fyrir íbúa 55 ára og eldri í húsnæðinu og verða aðrar íbúðir afhentar fullfrágengnar á næstunni.
 
Aðeins ein íbúð í þessu nýja húsi er óseld. 
 
Ekki væsir um íbúa í þessu þriggja hæða húsi sem er með stórum suðursvölum og bílageymslu í kjallara.
 
Nýir íbúar voru spenntir að flytja inn og þegar voru komnir sendibílar með búslóðir þeirra á staðinn.
 
Aðalverktaki verksins er Trésmiðjan Rein.
 
Ljósmynd Hafþór
Friðrik Sigurðsson afhnedir hér Ásdísi Jónsdóttur og Sigurgeir Stefánssyni lyklana að íbúð þeirra í Útgarði.
Með þeim á myndinni er Hermann Aðalgeirsson fasteignasali hjá Lögeign.
 
Ljósmynd Hafþór
Útgarður 2.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744