Fyrsta vél easyJet frá Manchester lenti á Akureyri

Í morgun hófst áætlunarflug easyJet frá Manchester til Akureyrar, en flogið verður tvisvar í viku út mars 2025.

Fyrsta vél easyJet frá Manchester lenti á Akureyri
Fréttatilkynning - - Lestrar 59

Ljósmynd Isavia/Þórhallur Jónsson.
Ljósmynd Isavia/Þórhallur Jónsson.

Í morgun hófst áætlunarflug easyJet frá Manchester til Akureyrar, en flogið verður tvisvar í viku út mars 2025.

Þrátt fyrir hvassviðri tókst flugmönnum easyJet að lenda vélinni örugglega, og það sama má segja um flugmenn easyJet sem stýrðu vélinni sem kom frá London eftir hádegi.

Umsvif easyJet á Akureyrarflugvelli hafa tvöfaldast með tilkomu flugferða frá Manchester frá því sem var síðasta vetur, þegar flugfélagið bauð upp á ferðir frá London í fyrsta sinn.

Markaðsstofa Norðurlands hefur undanfarin misseri lagt mikla áherslu á að kynna landshlutann og norðlenska ferðaþjónustu í samhengi við þessi flug easyJet, til að mynda með sérstökum viðburði sem haldinn var í Manchester í haust. 

Þá kom hópur af starfsfólki frá ýmsum breskum ferðaskrifstofum með fluginu frá Manchester í dag, til að fara í kynnisferð um landshlutann en slíkar ferðir eru reglulegar í starfi MN og mjög mikilvægar.

Um næstu helgi er einnig von á hópi breskra blaðamanna sem koma bæði frá London og Manchester. Þessi verkefni eru unnin undir hatti Nature Direct verkefnisins.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744