Fyrsta hópbólusetningin gegn Covid 19 á Húsavík

Fyrsta hópbólusetning HSN á Húsavík gegn Covid 19 fór fram í Íþróttahöllinni í dag og gekk mjög vel.

Bólusett var gegn Covid 19 í höllinni.
Bólusett var gegn Covid 19 í höllinni.

 Fyrsta hópbólusetning HSN á Húsavík gegn Covid 19 fór fram í Íþróttahöllinni í dag og gekk mjög vel.

Þar voru 235 einstaklingar bólu-settir en þess má einnig geta að 29 einstaklingar voru bólusettir á Raufarhöfn í dag. Alls 264 einstaklingar.

Um er að ræða einstaklinga eldri en 70 ára sem fengu Aztra Zenica og heilbrigðisstarfsmenn og slökkviliðsmenn ásamt starfsmönnum á sambýlum og apótekum sem fengu bóluefnið frá Pfizer. 

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Þessir brosmildu hjúkrunarfræðingar sáu um að sprauta fólkið.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Um fjörutíu stólum var raðað með öruggu bili og þeir sem boðaðir voru komu inn í hollum.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Bólusetningin hafin.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Steini Hall fékk sína sprautu.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Díana Jónsdóttir sprautar hér bóluefninu í móður sína Halldóru Harðardóttur.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744