Fyrr og nú á Skálamel - Úr rýru landi í skóg

Víđa um land eru skemmtileg dćmi um hvernig snauđu landi hefur veriđ breytt í gróskumikinn skóg.

Fyrr og nú á Skálamel - Úr rýru landi í skóg
Almennt - - Lestrar 410

Í Skálamel 1994. Lj. Árni Sigurbjarnarson.
Í Skálamel 1994. Lj. Árni Sigurbjarnarson.

Víđa um land eru skemmtileg dćmi um hvernig snauđu landi hefur veriđ breytt í gróskumikinn skóg. 

Umhverfi Húsavíkur hefur til ađ mynda breyst mjög síđustu áratugi. Melar og moldir sem áđur blés ryki úr yfir bćjarbúa hafa nú klćđst gróđri og ţar hefur lúpína reynst vel viđ uppgrćđsluna.

Frá ţessu segir á vef Skógrćktarinnar en ţar eru tvćr skemmtilegar „fyrir og eftir“ myndir teknar á nákvćmlega sama stađ međ 22 ára millibili. Ţćr tók Árni Sigurbjarnarson, tónlistaskólastjóri á Húsavík, sem hefur veriđ einn af forystumönnum landgrćđslufélagsins Húsgulls. Á yngri myndinni stendur Jan Klitgaard ţjóđfrćđingur sem starfađ hefur bćđi sem garđyrkjustjóri og forstöđumađur Hvalasafnsins á Húsavík.

Girđingin á eldri myndinni er gamla skógrćktargirđingin á Skálamel. Ţar var girt laust fyrir 1970 en skömmu síđar flutti Hjörtur Tryggvason lúpínu í afgirta landiđ. Eldri myndin var tekin 1994. Voriđ áđur fékk Ţröstur Eysteinsson börnin sín međ sér til ađ stinga ţarna niđur alaskavíđi­grćđlingum. Víđirinn var bćđi settur niđur í lúpínunni innan girđingar og í lúpínu­lausan melinn utan hennar. Á myndinni hér neđst er Sóley Ţrastardóttir, núverandi tónlistaskólastjóri á Egilsstöđum, viđ ţessa vinnu.

Skömmu síđar var stćrra svćđi umhverfis Húsavík friđađ og gamla skógrćktargirđingin í Skálamelnum fjarlćgđ. Ţegar beitinni hafđi veriđ aflétt tók lúpínan loks ađ ţrífast utan viđ girđinguna. Á myndinni sem minnir á frumskóg má sjá ađ alaskavíđirinn hefur ađ vaxa međ ađstođ lúpínu bćđi innan og utan girđingarinnar en biliđ ţar sem Jan stendur er einmitt ţar sem girđingin var. Ekki nóg međ ţađ heldur hafa nafnar skógrćktarstjóra, skógarţrestirnir, bćtt um betur og boriđ reyniviđ á svćđiđ.

Jan Klitgaard

Jan Klitgard stendur ţar sem girđingin stóđ áđur. Viđ fyrstu sýn mćtti halda ađ myndin vćri úr suđrćnum regnskógi en hér hefur alaskavíđirinn vaxiđ upp ţar sem áđur var rofiđ land og reyniviđur borist í landiđ líka, sennilega međ fuglum. Myndina tók Árni Sigurbjarnarson 2016.

Skálamelur

Mynd af nákvćmlega sama stađ 22 árum fyrr. Hér sést skógrćktargirđingin á Skálamel sem sett var upp um 1970. Lúpínan náđi sér ekki á strik á svćđinu utan girđingarinnar fyrr en girđingin var fjarlćgđ á tíunda áratugnum. Nú er ţarna gróskumikill skógur. Mynd: Árni Sigurbjarnarson.

Sóley Ţrastardóttir

Sóley Ţrastardóttir stingur alaskavíđigrćđlingum í rofiđ land á Skálamel viđ Húsavík voriđ 1993. Mynd: Ţröstur Eysteinsson.



  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744