Fuglavernd leitar að Fugli ársins

Fuglavernd hefur hrundið af stað leitinni að Fugli ársins, annað árið í röð.

Fuglavernd leitar að Fugli ársins
Fréttatilkynning - - Lestrar 114

Auðnutittlingur. Lj. Eygló Aradóttir.
Auðnutittlingur. Lj. Eygló Aradóttir.

Fuglavernd hefur hrundið af stað leitinni að Fugli ársins, annað árið í röð.

Kynntir eru til leiks tuttugu fuglar á nýuppfærðri heimasíðu keppninnar, https://fuglarsins.is/, sem m.a. voru tilnefndir af þeim sem tóku þátt í fyrra. Í það skiptið bar heiðlóan sigur úr bítum, vorboðinn okkar ljúfi.

Á heimasíðu keppninnar má sjá þá fugla sem eru í forvali: https://fuglarsins.is/. Kynntu þér keppendur og taktu þátt með því að velja þann fugl sem þú vilt sjá keppa um titilinn Fugl ársins 2022 - fimm fuglar komast pottþétt áfram. Forvalið fer fram rafrænt dagana 10.-15. ágúst á vefsíðu keppninnar.

Úrslitakosningin um Fugl ársins 2022 fer svo fram á https://fuglarsins.is/ dagana 5.- 12.september og verður sigurvegari ársins kynntur þann 16. september á Degi íslenskrar náttúru.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744