09. apr
Frímann kokkur sýnir í Safnahúsinu á HúsavíkFréttatilkynning - - Lestrar 446
Í dag 9. apríl er Frímann Sveinsson, matreiðslumeistari á Húsavík sextugur.
Af því tilefni opnar hann myndlistasýningu sama dag kl: 15:00 í Safnahúsinu á Húsavík.
Þetta er 10. einkasýning Frímanns og er myndefnið að mestu landslagsmyndir en aðrar stemningsmyndir fylgja með, alls eru þetta 28 verk sem hann hefur málað á síðastliðnum tveim árum.
Frímann hefur sótt mörg námskeið í vatnslitamálun m.a. hjá Sigurði Hallmarssyni, Derek Mundell og fleirum.
Allir eru velkomnir.
Sýningin verður opin alla daga til 17. apríl frá kl: 15:00 til 18:00.