Friðgeir óskar eftir tilnefningum um Þingeying/Húsvíking ársins 2021

Friðgeir Bergsteinsson stóð fyrir skemmtilegum leik á Fésbókarsíðunni Húsavík fyrr og nú í fyrra þar sem valinn var Þingeyingur/Húsvíkingur ársins.

Friðgeir Bergsteinsson.
Friðgeir Bergsteinsson.
Friðgeir Bergsteinsson stóð fyrir skemmtilegum leik á Fésbókarsíðunni Húsavík fyrr og nú í fyrra þar sem valinn var Þingeyingur/Húsvíkingur ársins.
 
Guðrún Kristinsdóttir varð fyri valinu og fékk hún gjafarbréf frá nokkrum fyrirtækjum á Húsavík. 
 
Friðgeir hyggst halda þessum leik áfram og óskar eftir tilnefningum á Þingeyingi/Húsvíkingi ársins 2021.
 
"Nú í ár ætlar Húsvíkingurinn og matreiðslumaðurinn Eyþór Mar Halldórsson eigandi af veitingarstöðunum, Duck & Rose og Gaia gefa gjafarbréf frá þessum 2 stöðum; Smakkseðil fyrir 2.
 
Þakka ég honum kærlega fyrir þessa glæsilegar gjafir frá þessum 2 stöðum sem eru báðir staðsettir í Reykjavík.
 
Langar mig að þið fylgjendur á þessari síðu sendið mér ykkar tillögur að Þingeyingi/Húsvíkingi ársins 2021. Það má vera einhver sem ykkur finnst það skilið eða hefur skarað framúr í sínu starfi eða í sínum verkefnum.
 
Endilega sendið póst á netfangið mitt, fridgeirb@gmail.com eða einkapóst hér á facebook. Allar ábendingar er 100% trúnaður.
Þetta gildir til 30.desember 2021! Hlakka til að heyra frá ykkur". Segir í tilkynningu frá Friðgeiri.
 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744