Fresta lóðaúthlutun til Íslandsþara

Sveitarstjórn í Norðurþingi hefur ákveðið að fresta ákvörðun um úthlutun tveggja lóða í Húsavíkurhöfn til Íslandsþara.

Fresta lóðaúthlutun til Íslandsþara
Almennt - - Lestrar 193

Sveitarstjórn í Norðurþingi hefur ákveðið að fresta ákvörðun um úthlutun tveggja lóða í Húsavíkurhöfn til Íslandsþara. 

„Það er sameiginlegt mat sveitarfélagsins og Íslandsþara að vert sé að fresta ákvörðunartöku um ótilgreindan tíma en báðir aðilar eru meðvitaðir um að áfram sé vilji til samvinnu. Rannsóknir og frekari hönnunarvinna á vegum Íslandsþara halda áfram þar sem horft er til langrar framtíðar“, segir í bókun skipulags- og framkvæmdaráðs.

ruv.is greinir frá þessu en þar segir m.a að samhugur sé innan meirihlutans um að halda áfram að skipuleggja þaravinnslu með Íslandsþara á Húsavík, eða í Norðurþingi.

Lesa frétt rúv.is 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744