02. júl
Framúrskarandi ungmenniÍþróttir - - Lestrar 570
Það er ánægjulegt þegar húsvísk ungmenni skara fram úr á sínu sviði. Sæþór Olgeirsson hefur verið boðaður á úrtaksæfingu hjá Knattspyrnusambandi Íslands 17 ára og yngri.
Sæþór er ungur og upprennandi knattspyrnumaður. Hann er sextán ára gamall og leikur með meistaraflokki Völsungs í knattspyrnu. Hann hefur staðið sig ágætlega í sumar og hann skoraði m.a. 3 mörk í 5 leikjum í Lengjubikarnum í sumar. Sæþór er samningsbundinn við Völsung út árið 2015. Sæþór er sonur hjónanna Jakobínu Gunnarsdóttur og Olgeirs Sigurðssonar.
Til gamans má geta að sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, Sveinn Aron Guðjohnsen er jafnframt boðaður á æfinguna.