Framsýn styrkir Hjálparsveitar skáta í Ađaldal

Á dögunum heimsóttu formađur og varaformađur Framsýnar, ţau Ađalsteinn Árni Baldursson og Ósk Helgadóttir Hjálparsveit skáta í Ađaldal .

Jóhann Ágúst Sigmundsson og Ósk Helgadóttir.
Jóhann Ágúst Sigmundsson og Ósk Helgadóttir.

Á dögunum heimsóttu formađur og varaformađur Framsýnar, ţau Ađalsteinn Árni Baldursson og Ósk Helgadóttir Hjálparsveit skáta í Ađaldal.

Formađur hjálparsveitarinnar Jóhann Ágúst Sigmundsson, ásamt nokkrum međlimum sveitarinnar veittu gjöfinni viđtöku og gáfu sér tíma til ađ frćđa gestina um starfsemi hjálparsveitarinnar.

Hjálparsveit skáta í Ađaldal hefur á ađ skipa öflugu fólki, sem líkt og ţúsundir annar sjálfbođaliđa  björgunarsveita  Landsbjargar eru til taks fyrir okkur hin ţegar út af bregđur, hvort heldur sem er á nóttu eđa  degi, allt áriđ um kring. Félagar hjálparsveitarinnar eru um 30 talsins, er talsverđur hluti ţeirra virkur í starfinu og ávallt einhverjir klárir í ţau verkefni sem upp koma.

Hjálparsveitin er nokkuđ vel tćkjum búin, en ađ sjálfsögđu ţarfnast allur útkallsbúnađur björgunarsveita stöđugrar endurnýjunar viđ til ađ standast ýtrustu kröfur um öryggi.

Fram kom í máli Jóhanns og félaga ađ skipulögđ séu vinnukvöld í húsi sveitarinnar ţar sem fariđ sé yfir tćkjakost félagsins, dyttađ ađ ýmsu smálegu og rćdd ţau verkefni sem vitađ sé ađ fyrir muni liggja. Ţau segja ánćgjulega ţróun vera í samstarfi björgunarsveitanna á almannavarnarsvćđi 12, sem séu 8 talsins. Samstarf ţeirra á milli hafi aukist verulega á síđustu árum og virđist almennur áhugi fyrir ţví ađ efla ţađ starf enn frekar í framtíđinni. Ţađ sé styrkur fyrir sveitirnar sem margar eru fámennar ađ vinna meira saman og ţá ekki eingöngu ađ útköllum, heldur einnig námskeiđahaldi, ţjálfun og ćfingum. Almannavarnasvćđi 12 nćr frá Víkurskarđi í vestri ađ Sandvíkurheiđi viđ Vopnafjörđ í austri og frá nyrsta odda landsins, Hraunhafnartanga á Melrakkasléttu, inn á Vatnajökul í suđri og spannar um 5% af flatarmáli landsins. „Ţađ er okkar allra hagur ađ vinna saman“ segja ţau, „aukin samvinna eflir sveitirnar og eykur fagmennsku og öryggi, auk ţess sem ţađ stuđlar ađ samstöđu sveitanna í heild“. Eđlilega hefur reynst erfitt ađ halda úti skipulegu félagsstarfi björgunarsveitanna síđustu misseri sökum sóttvarna- og samkomutakmarkana og af ţeim sökum ekki veriđ eins mikiđ um ćfingar og námskeiđahald eins og hefđi veriđ undir eđlilegum kringumstćđum.

Ţađ er sérstaklega ánćgjulegt ađ segja frá ţví ađ Hjálparsveit skáta í Ađaldal hefur síđustu vetur veriđ samstarfsađili Ţingeyjarskóla, ţar sem elstu nemendur grunnskólans eiga ţess kost ađ taka valáfanga ţar sem ađ ţau fá tćkifćri til ađ kynnast starfi  björgunarsveita. Ţađ er félagi í hjálparsveitinni sem jafnframt er starfsmađur Ţingeyjarskóla, sem hefur kennsluna međ höndum.

Líkt og hjá öđrum hjálpar/björgunarsveitum er fjáröflun talsverđur hluti starfsins. Sjóđir sveitanna eru ekki digrir og ţurfa ţćr sífellt ađ reyna ađ leita leiđa til ađ afla tekna til ađ halda starfseminni gangandi. Nćstu daga stendur einmitt fyrir dyrum sala flugelda, sem er ađalfjármögnun  björgunarsveita landsins. Hjálparsveitarfólk í Ađaldal mun ađ sjálfsögđu standa vaktina viđ flugeldasöluna í húsnćđi sínu ađ Iđjugerđi 1.

Eins og áđur hefur komiđ fram á 640.is hafa forsvarsmenn Framsýnar heimsótt björgunarsveitirnar á félagssvćđinu undanfarnar vikur og afhent ţeim örlítinn ţakklćtisvott frá félaginu fyrir ţeirra mikla og góđa framlag í ţágu samfélagsins. Á síđasta ađalfundi Framsýnar var ákveđiđ ađ leggja tćpar tvćr milljónir króna í ţetta verkefni. (framsyn.is)


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori640@gmail.com | Sími: 895-6744