Framsn lyktar um Matvlafrumvarpi.

Framsn stttarflag, fagnar kvrun Alingis um a fresta afgreislu umdeildu Matvlafrumvarpi sem var til umru voringinu. Ljst er a

Framsn lyktar um Matvlafrumvarpi.
Asent efni - - Lestrar 190

Matvlavinnsla er flug grein  ingeyjarsslum.
Matvlavinnsla er flug grein ingeyjarsslum.

Framsýn stéttarfélag, fagnar ákvörðun Alþingis um að fresta afgreiðslu á umdeildu Matvælafrumvarpi sem var til umræðu á vorþinginu. Ljóst er að miklir hagsmunir eru í húfi er snerta matvælaöryggi þjóðarinnar, búfjársjúkdóma og atvinnuöryggi fjölda fólks sem starfar við úrvinnslu landbúnaðarafurða.

 

Framsýn hefur sérstakar áhyggjur af starfsöryggi félagsmanna og þeirra sem starfa í afurðarstöðvum og við þjónustu er tengist landbúnaði. Á landsvísu eru þetta um 3000 störf.

Það er krafa félagsins að Alþingi gefi sér þann tíma sem þarf til að meta áhrif frumvarpsins á íslenskt atvinnulíf og þar með hinar dreifðu byggðir landsins sem byggja afkomu sína að mestu leyti á landbúnaði. Því verður ekki trúað að markmið stjórnvalda sé að leggja landsbyggðina endanlega í rúst. Stjórnmálamönnum ber að hlusta á raddir fólksins í landinu.

 Húsavík 20. júní 2008


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744