Framkvæmdir ganga vel við nýjan íbúðarkjarna að Stóragarði 12

Vel gengur að reisa nýjan íbúðarkjarna fyrir fatlaða að Stóragarði 12 en áætlað er að hann verði tilbúinn í desembernæst komandi.

Það gengur vel að reisa að Stóragarði 12.
Það gengur vel að reisa að Stóragarði 12.

Vel gengur að reisa nýjan íbúðarkjarna fyrir fatlaða að Stóragarði 12 en áætlað er að hann verði tilbúinn í desember næst komandi.

Trésmiðjan Rein er aðalverk-taki við bygginguna.

Húsið er einingarhús sem framleitt er af sænska fyrirtækinu Mjöbäcksvillan fyrir Belkod ehf. á Húsavík sem flytur það inn.

Stórigarður 12 er 470 fermetrar að stærð og er skipt niður í sex íbúðir ásamt sameignarrýmum og starfsmannaaðstöðu.

Eins og fyrr segir ganga framkvæmdi vel og allt á plani eins og Ragnar Hermannsson verkefnastjóri hjá Rein orðaði það í samtali við 640.is

Hér fyrir neðan eru myndir sem teknar voru í gær og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744